Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. apríl 2017 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um starfsemi slökkviliða í kynningu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um starfsemi slökkviliða.

Um er að ræða nýja reglugerð sem kveður á um lágmarkskröfur um tækjakost, húsnæði og mannafla slökkviliða, sem og um vatnsöflun til slökkvistarfa. Jafnframt er kveðið á um búnað og þjálfun slökkviliðsmanna vegna mengunaróhappa á landi og björgunar á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum.

Drög að reglugerð um starfsemi slökkviliða hafa áður farið í opið kynningarferli en eru nú kynnt á ný í kjölfar frekari vinnslu þeirra.

Frestur til að skila umsögnum um reglugerðardrögin er til og með 15. maí nk. og má senda þær á netfangið [email protected] eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Drög að reglugerð um starfsemi slökkviliða (pdf-skjal)


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira