Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. maí 2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Uppfærð framkvæmdaáætlun Íslands vegna þrávirkra lífrænna efna komin út

Birkikvistur við haf - myndJohannes Jansson/norden.org

Ísland hefur skilað uppfærðri framkvæmdaáætlun vegna þrávirkra lífrænna efna til Stokkhólmssamningsins. Áttunda aðildaríkjaþing samningsins stendur nú yfir í Genf.

Stokkhólmssamningurinn bannar notkun og framleiðslu tiltekinna þrávirkra, lífrænna efna að svo miklu leyti sem það er tæknilega hægt.  Mörg þeirra efna sem samningurinn nær til hafa fundist í íslensku umhverfi þó mengun hér við land sé og hafi að mestu verið vel undir viðmiðunarmörkum.  Sýnt er að stærsti hluti mengunar á rætur að rekja til notkunar og framleiðslu efnanna í öðrum löndum en þau berast auðveldlega milli heimsálfa og hafa tilhneigingu til að safnast fyrir á kaldari svæðum jarðar.

Þrávirk lífræn efni geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir dýraríkið í heild sinni og magnast áhrifin þegar ofar dregur í fæðukeðjunni svo sem hjá sjávarspendýrum.  Alvarlegustu efnin eru hormónaraskandi efni og efni sem valda krabbameini eða örva vöxt þess.

Ísland undirritaði Stokkhólmssamningnum árið 2001 og skilaði framkvæmdaáætlun sinni árið 2007. Í uppfærðri áætlun er sérstök áhersla lögð á verkefni sem tengjast sorpbrennslustöðvum og meðhöndlun á menguðum jarðvegi.

Áttunda aðildarríkjaþing samningsins hófst 24. apríl og stendur til 5. maí en samhliða því er haldið aðildarríkjaþing Baselsamningsins sem snýst um eftirlit með flutningi spilliefna milli landa og förgun spilliefna og Ísland er einnig aðili að. Sömuleiðis er samhliða haldið aðildarríkjaþing Rotterdamsamningsins sem lýtur að viðskiptum með hættuleg efni.

Uppfærð framkvæmdaáætlun Íslands vegna þrávirkra lífrænna efna (pdf-skjal)

Efnisvalmynd
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira