Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra veitti í liðinni viku Frumbjörgu – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar 5 milljóna króna styrk til að styðja frumkvöðla- og nýsköpunarstarf fatlaðs fólks. Brandur Karlsson, forvígismaður Frumbjargar veitti styrknum viðtöku.

Frumbjörg er miðstöð fyrir frumkvöðlastarf hreyfihamlaðs fólks. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðs fólks, stofnaði miðstöðina sem tók formlega til starfa í febrúar 2016. Með Frumbjörgu hefur verið skapaður vettvangur þar sem hreyfihamlaðir geta unnið að nýsköpunarverkefnum  sem og aðrir þeir sem vilja sinna nýsköpun, rannsóknum og þróunarstarfi á velferðar- og heilbrigðissviði.

Styrkurinn til Frumbjargar rennur til skilgreindra verkefna í samræmi við samning sem undirritaður var við afhendingu styrksins í gær. Markmiðið er að styrkveitingin leggi Frumbjörgu lið til þess að verða miðlægur vettvangur og samfélag frumkvöðla á þessum vettvangi sem leiði af sér ný tækifæri á sviði velferðarlausna fyrir íslenskt heilbrigðis- og velferðarkerfi og skapi verðmæti fyrir íslenskt efnahagslíf. Horft er til þess meðal annars að til verði stuðningsnet fyrir frumkvöðla, einkum þá sem eru fatlaðir, að ný tækifæri skapist fyrir faltað fólk til sjálfshjálpar og aukinnar samfélagsþátttöku á eigin forsendum.tti