Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. maí 2017 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra ræðir fríverslun og Brexit í Færeyjum

Frá fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra með sjávarútvegsráðherra og utanríkisráðherra Færeyja  í Þórshöfn - mynd
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði í gær með Poul Michelsen, utanríkisráðherra Færeyja og Högna Hoydal sjávarútvegsráðherra í Þórshöfn en ráðherra tekur nú þátt í opinberri heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, til Færeyja.

Ráðherrarnir ræddu samskipti landanna, einkum stöðu Hoyvíkursamningsins og hvernig greiða megi enn frekar fyrir viðskiptum milli landanna. Færeysku ráðherrarnir tóku upp fiskveiðimál og munu sjávarútvegsráðherrar þjóðanna halda áfram samræðum um þau. Þá var rædd samvinna Íslands og Færeyja á norrænum og alþjóðlegum vettvangi og um möguleg áhrif fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr ESB.

Guðlaugur Þór tók einnig upp mál hreyfihamlaðs manns, Bergs Þorra Benjamínssonar, formanns Sjálfsbjargar, en færeyskt flugfélag tilkynnti honum fyrir skömmu að hann gæti ekki flogið til Færeyja án aðstoðarmanns.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum