Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. maí 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ráðstefna um vágestina veggjatítlur og myglusvepp

Fjármála- og efnahagsráðuneytið, í samstarfi við Háskóla Íslands, Mannvirkjastofnun, Nýsköpunarmiðstöð, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðlagatryggingu Íslands, boða til ráðstefnu um veggjatítlur og myglusvepp. Þar verður m.a. fjallað um hlutverk opinberra aðila vegna tjóna á fasteignum sem hljótast af þessum vágestum.

Yfirskrift ráðstefnunnar er "Veggjatítlur og myglusveppur, óboðnir gestir í híbýlum manna". Hún verður haldin 29. maí næstkomandi í Nauthóli á milli klukkan 8.30 og 10.00. Salurinn rúmar um 100 manns svo áhugasamir eru hvattir til þess að skrá sig sem fyrst.

Ráðstefnudagskrá:

  • Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra setur ráðstefnuna.
  • Dr. Johan Mattsson, sérfræðingur í veggjatítlum og myglu, frá Mycoteam í Noregi.
  • Hulda R. Árnadóttir, framkvæmdastjóri VTÍ:Hlutverk opinberra aðila vegna ótryggjanlegra tjóna á fasteignum.
  • Björn Marteinsson, verkfræðingur og arkitekt, frá HÍ: Veggjatítlur, mygla og raki.
  • Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja:Títlur og önnur óværa — hvað er til ráða?

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira