Hoppa yfir valmynd

Frétt

31. maí 2017 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fjölmenni á fyrstu Evrópuráðstefnu félagsráðgjafa

Um 500 félagsráðgjafar, þar af um 300 erlendir gestir víðs vegar að úr heiminum tóku þátt í ráðstefnunni sem Félagsráðgjafafélag Íslands stóð fyrir og velferðarráðuneytið styrkti. Fjallað var um mikilvægi þess að hvert samfélag geri ráð fyrir öllum þegnum sínum og skapi rými fyrir félagslega þátttöku allra. Viðurkenna þurfi að ýmsir hópar samfélagsins þurfi meiri aðstoð en aðrir og mæta þörfum þeirra með viðeigandi hætti.

Meðal umfjöllunarefna voru málefni flóttafólks, einnig var fjallað um græna félagsráðgjöf og hlýnun jarðar sem ógn við fólk sem býr í mikilli fátækt og við erfið skilyrði. Hlýnun jarðar hefur áhrif á búsetuskilyrði fólks og hefur það sýnt sig að þeir sem minnst hafa á milli handanna verða verst úti í þessum aðstæðum.

Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags­- og jafn­rétt­is­málaráðherra, ræddi um það í ræðu sinni hvernig sjálfbærni helst í hendur við aðkomu allra að samfélagi án aðgreiningar. Þar þurfi m.a. að horfa til jafnrar þátttöku kynjanna og sagði hann ljóst að samfélagið gæti ekki orðið sjálfbært ef kynin sætu ekki við sama borð og fengju ekki jöfn laun fyr­ir sömu vinnu. Fyr­ir þessi orð sín upp­skar ráðherra lófa­klapp. 

Þor­steinn sagðist telja að starf fé­lags­ráðgjafa hefði  lík­lega aldrei verið jafn mik­il­vægt og um þess­ar mund­ir. Hann vísaði til fjölg­unar flótta­fólks sem þyrftu á mikl­um stuðningi að halda og benti einnig á vanda sem stafaði af því að öfga­full­ar skoðanir hefðu færst í auk­ana. Fagleg nálgun félagsráðgjafa á samfélagið í heild, nærsamfélagið, fjölskyldur og einstaklinga væri vel til þess fallin að efla heildina og styrkja alla til félagslegrar þátttöku í samfélaginu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum