Hoppa yfir valmynd

Frétt

10. júlí 2017

3. Tillögur - Gunnar Tryggvason

Stuttar og vonandi hnitmiðaðar tillögur um aðgerðir í þeim greinum sem standa fyrir langstærstum hluta losunar á Íslandi:

1     Banna strax með reglugerð framræsingu votlendis þar til að endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum m.t.t. þessa hefur farið fram og frekari rannsóknir á hlutdeild framæsts votlendis í losun hafa verið gerðar.  Leggja grunn að stórátaki í endurheimt votlendis.

2     Móta strax stefnu um mun hraðari innleiðingu losunarlausra bifreiða s.s. með frekari ívilnunum, forgangi í akstri og að bílastæðum af norskri fyrirmynd. 

3     Veita auknu fé til rannsókna og þróunar á rafvæðingu samganga á sjó.  Í þeim geira getur Ísland eignast frumkvöðla á sviði tæknilausna.

4     Skattleggja jarðefnaeldsneyti strax út frá þeim jaðarkostnaði sem áætlað er að falli til við að Ísland nái 2030 markmiðum sínum um samdrátt losunar (-40% í Shared Efford Decition) að sænskri fyrirmynd.  Gildandi lög um kolefnisskatt taka mið af verðmyndun losunar á ETS markaðinum sem ekki gefur rétta mynd af kostnaði fram til 2030.

5     Leggjast á árar þeirra sem tala fyrir því að fleiri greinar falli undir ETS kerfið, s.s. samgöngur á sjó.

6     Leggja á skuggagjöld fyrir kolefnislosun afurða sem fluttar eru inn frá löndum sem ekki staðfesta Parísarsamkomulagið og tala fyrir því að það sama gildi um innri markað EES/ESB.

Kv.

Gunnar Tryggvason

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira