Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. júlí 2017

6. Plastpokar, sorp og aukin rafvæðing - Ingvar K. Þorleifsson

Til þeirra er það varðar.

Ég myndi gjarnan vilja sjá tolla/skatta á plastpokka með það að marki að hækka verð á plastpokum upp í 200-400 kr stykkið. Þetta er í takt við það sem td. Danir hafa gert til að stuðla að aukinni notkun endurnýtanlegra poka i smávöruverslunum.

Einnig má að mínu mati gjarnan skoða sambærilega lausn á sorphirðu eins og tíðkast í td. Zurich í Sviss. Þar er sorphirðugjald ekki innifalið í fasteignagjöldum heldur bundið i kaupverði þartilgerðra ruslapoka. Rusl er ekki hirt nema í slíkum pokum og þurfa einstaklingar og fyrirtæki að kaupa poka fyrir það rusl sem fellur til hjá þeim. Á sama tíma er svo hægt að kaupa endurvinnslupoka sem eru þá eitthvað ódýrari.

Þetta myndi ýta undir flokkun rusls og vonandi til minna rusls yfir heildina.

Að lokum má benda á að hingað til hefur langsamlega stærsta framlag íslands og íslendinga til loftslagsmála verið að knýja stóriðju með hreinu rafmagni sem hefðu etv annars verið knúin kolum eða gasi. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þessu og eftir aðstæðum að ýta undir heppilega uppbyggingu slíkrar iðju sem og að rafvæða þá þætti samfélagsins sem hægt er, td rafvæða hafnir landsins og stuðingur við rafbílavæðingu.

Bkv

Ingvar K. Þorleifsson.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira