Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. júlí 2017

11. Tillögur að aðgerðum - Bjarnheiður Jóhannsdóttir

1. Stuðningur við skógarbændur verði stórefldur, þannig að hér rísi öflugir nytjaskógar, sem með tímanum verði sjálfbærir.  Módelið er til.  Stuðningur við skógarbændur með þeim hætti sem hér er átt við var mjög öflugur á tímabili, en alltof mikið hefur dregið úr þessum stuðningi miðað við aukna þörf á kolefnisbindingu til lengri tíma.  Hagur af verkefninu: a) Atvinnutækifæri til sveita. b) Aukin kolefnsibinding til langs tíma. c) Breytingar á veðurkerfum innan svæða (dregur úr vindi), sem hefur áhrif á gróðurvöxt og almenn ræktunarskilyrði.

2. Umhverfisvænn opinber rekstur verði útgangspunktur.  A. Bifreiðar hins opinbera verði eingöngu reknar á innlendum orkugjöfum, en ekki jarðefnaeldsneyti.  B. Pappírsskjölun hjá opinberum stofnunum verði hætt, heldur verði gögn einungis varðveitt á rafrænu formi, á þeim gögnum sem fjalla um almenn samskipti, yfirlit, launaseðla og slík gögn.  C. Hætt verði að greiða opinberum starfsmönnum bifreiðastyrki, en þess í stað einungis notaðir vistvænir bílaleigubílar sem keyra á innlendum örkugjöfum á vegum stofnana.  D. Allar utanlandsferðir opinberra starfgsmanna verði kolefnisafnaðar með skógrækt.  E. Þeim stofnunum sem lágmarka ferðalög starfsmanna og nýta fjarfundatækni verði umbunað fjárhagslega.  F. Notkun á einnota vörum í heilbrigðis-, ungbarna-, og öldrunarþjónustu verði hætt.  Þá er átt við bleyjur, innlegg, dömubindi, klúta og þurrkur, hlífðarlök, hlífðarfatnað og fleira slíkt.  Hagur að verkefninu: a) Dregið úr notkun á jarðefnaeldsneyti. b) Dregið úr geymsluþörf og pappírssóun. c) Dregið úr kostnaði hins opinbera.

3. Almenningssamgöngur verði stórefldar um allt land, með bæði þarfir ferðamanna og heimamanna í huga.  Þá er átt við bæði flug og akstur.  Um algera umbyltingu verði að ræða, með mörgum ferðum daglega milli landshluta og svæða innan landshluta  Stefnt verði að því að almenningssamgöngur taki til sín um 20% þeirra sem ferðast um landið.  Hagur að verkefninu: a) Minni notkun á jarðefnaeldsneyti. b) Minni umferð, með tilheyrandi minni viðhaldsþörf á vegum.

4. Lagður verði á mengunarskattur.  Hann skuli notaður til að kosta aðrar aðgerðir í loftslagsmálum.  Þau fyrirtæki sem greiði þann skatt verði: A. Orkufrek stóriðja.  B. Orkufrek stóriða sem brennir lífrænu eldsneyti greiði sérstakt álag.  C. Orkufyrirtæki sem selja upprunavottorð og mengunarkvóta.  D. Sorpbrennslur.  E. Sveitarfélög sem færa ekki allt endurvinnanlegt sorp til endurvinnslu.  F. Eigendur ökutækja sem menga umfram tiltekið lágmark.  Hagur af verkefninu: a) Tekjur koma til móts við aðrar aðgerðir á þessu sviði.  b) Fyrirtæki í orkufrekum iðnaði mun leita umhverfisvænni lausna á framleiðslu. c) Svetiarfélög og elmenningur munu leita leiða til að endurvinna hráefni, minnka sóun og notkun á jarðefnaeldsneyti.

5. Virðisaukaskattur verði lagður af á margnota vörum á borð við bleyjur, dömubindi, innlegg og þess háttar. Hagur af verefni: Margnota lausnir verða betur samkeppnishæfar í verði við einnota lausnir.

6. Sérstakt akstursgjald verði lagt á þær bifreiðar sem ferðamenn koma með til landsins með skipum, þá er átt við bæði hópferðabíla og einkabíla af ýmsum toga.  Hagur af verekfninu: a) Þeir sem hingað koma á bílum munu taka þátt í að greiða kostnað sem hlýst af mengun þeirra hér á landi. b) Gestir munu hugleiða umhverfisvænni ferðamáta.

7. Sérstakt gjald verði lagt á tilbúinn áburð, sem nýtt verði til að efla rannsóknir og þróun sem leiðir til orkusparnaðar og/eða orkuframleiðslu í landbúnaði.  Hagur af verkefninu: a) Aðrar lausnir en kemískur tilbúinn áburður verða samkeppnishæfari. b) landbúnaðurinn verður sjálfbærari með orkunotkun.

8. Lagður verði skattur á óumhverfisvæn landbúnaðartæki.  Stutt verði á móti við umhverfisvænni lausnir við landnýtingu, s.s. er varðar orkunotkun tækja, afkastagetu og fleira.  Hagur af verkefninu: Atvinnugreinin mun leita umhverfisvænni leiða í bæði orkuöflun og orkunotkun.

9. Grænmetis- og ávaxtarækt innanlands verði stórefld, bæði hvað varðar vöruþróun, orkukostnað og annan nauðsynlegan stuðning.  Hugað verði að styttri virðiskeðju frá framleiðanda til neytanda, hugað verði að aukinni grænmetisneyslu á kostnað kjöts og að umhverfisvænni gróðurhúsaræktun.  Hagur af verkefninu: a) Innflutningur á matvælum dregst saman, með tilheyrandi sparnaði á jarðefnaeldsneyti. b) Atvinna skapast í dreifðum byggðum.  c) Meiri neysla á grænmeti og ávöstum minnkar notkun á jarðefnaeldsneyti í kjötframleiðslu.

--

kveðja

Bjarnheiður

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira