Hoppa yfir valmynd

Frétt

12. júlí 2017

20. Hugmynd - Skattleggja jarðefnaeldsneyti svo það bíti - Sigurpáll Ingibergsson

Komiði sæl!

Bruni á jarðefnaeldsneyti er stórt loftslagsvandamál. Stjórnvöld eiga að setja kolefnisskatta sem bíta. Hvetja landsmenn og fyrirtæki til að fara í umhverfisvæna orkugjafa.  Í dag er bensínlíterinn frá 165 krónum og uppúr.  Langtímahugsun er að lítraverð á bensíni verði lágmark 330 krónur. Síðan myndi verðið uppfærast eftir stöðu á loftslagsmarkmiðum.

Verð á díselolíu má vera mun hærra en nýjar rannsóknir að 80% af svifryki í borginni er af völdum bifreiða og kostar það 80 mannslíf árlega. Jarðefnabíllin er því ábyrgur fyrir 64 mannslífum, það er stórt hryðjuverk.

Tekjur af kolefnisskattinum á m.a. að nýta til að kolefnisjafna. Planta trjám eins og Kolviður gerir eða endurheimt votlendis. Einnig veita fjármagni í nýsköpum fyrir kolefnisjöfnun.

Hvert tonn af bensíni skapar 2,31 tonn af CO2 og 2,68 tonn af myndast út frá Diesel.  Skv. Kolvið kostar kr. 4.574,- að kolefnisjafna 1000 lítrum (1 tonni) af bensíni og þá þarf að planta 21 tré.

Fyrir díselbíll kr. 5.279,- og 25 tré.

Stjórnvöld þurfa einnig að skipuleggja skógrækt í landinu þannig að búið sé að skilgreina hvaða svæði eigi að nýta og hvaða trjátegundir séu hentugar. Það er ólíðandi að landsmenn verði að karpa um það síðar meir og það tefji framþróun kolefnisjöfnunar. Sjáið þið t.d. ástandið í ferðaþjónustunni, stefnuleysi. 

Virðingarfyllst,

Sigurpáll Ingibergsson

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira