Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. ágúst 2017 Matvælaráðuneytið

Þorgerður Katrín og Michael Gove sammála um mikilvægi frjálsra milliríkjaviðskipta

Þogerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hitti í morgun Michael Gove, umhverfisráðherra í bresku ríkisstjórninni, en undir ráðuneyti hans heyra sjávarútvegs- og landbúnarmál. Hann hefur undanfarna daga heimsótt bæði Danmörku og Færeyjar.

Í ráðuneytinu fékk Gove kynningu á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu og starfsemi Hafrannsóknastofnunar. Ráðherrarnir notuðu tækifærið og ræddu ýmis mál tengjast sjávarútvegi og landbúnaði í löndunum tveimur. Þorgerður Katrín lagði áherslu á sjálfbærar fiskveiðar og mikilvægi þess að strandríki sýni ábyrgð og semji um skynsamlega nýtingu sameiginlegra fiskistofna. Þau ræddu einnig verslun með sjávar- og landbúnaðarafurðir, matvælaöryggi, hvalveiðar og sitthvað fleira.

Bæði löndin hafa stutt aukið frelsi í milliríkjaviðskiptum og voru ráðherrarnir sammála um að svo verði áfram í framtíðinni. Síðar í dag mun Gove meðal annars heimsækja íslensk fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira