Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. ágúst 2017 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Menningarlandið 2017 - ráðstefna um barnamenningu

Menningarlandið 2017 - ráðstefna um barnamenningu verður haldin í menningarhúsinu Bergi, Dalvík 13. - 14. september næstkomandi.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur staðið fyrir ráðstefnu um menningarmál undanfarin ár undir heitinu Menningarlandið. Viðfangsefni Menningarlandsins í ár verður barnamenning og mikilvægi menningaruppeldis.

Áhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum og er markhópurinn starfandi listamenn, menningarstofnanir, söfn og aðrir aðilar sem sinna barnamenningu. Aðalfyrirlesarar eru Tamsin Ace og Shân Maclennan frá menningarmiðstöðinni Southbank Centre í London.

Ráðstefnan er haldin í samvinnu mennta- og menningarmálaráðuneytis, Byggðastofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Eyþings.

Upplýsingar um dagskrá og skráningu er að finna á facebook-síðu viðburðarins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum