Hoppa yfir valmynd

Frétt

12. september 2017

71. Skógræktarfélag Íslands - Brynjólfur Jónsson

Í framhaldi af Aðalfundi Skógræktarfélags Íslands  25.27. ágúst sl. fjallaði ein ályktun fundarins um Aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda.

Hún er hér orðrétt:

 

5. ályktun:

Aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Stórutjarnaskóla 25. – 27. ágúst 2017, áréttar mikilvægi þess að stjórnvöld nýti skógrækt markvisst sem aðgerð í loftslagsmálum. Felur fundurinn stjórn félagsins að senda upplýsingar þessa efnis á vefinn CO2.is þar sem stjórnvöld safna tillögum frá almenningi um vænlegar aðgerðir í loftslagsmálum.

 

Greinargerð:

Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands (Skýrsla nr. C17:01, „Ísland og loftslagsmál“, feb. 2017). Þar kemur skýrt fram að auk aðgerða til að draga úr losun mætti binda verulegt magn koltvísýrings með skógrækt á hagkvæman hátt. Skógrækt er ein þeirra aðgerða sem mælt er með að Íslendingar grípi til svo landið geti staðið við skuldbindingar sínar í Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt niðurstöðum FAO, Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, gegna skógar á heimsvísu lykilhlutverki í loftslagsmálum :

  • Varanleg skógareyðing er talin valda einum sjötta losunar CO2.
  • Skógar geta verið viðkvæmir fyrir loftslagsbreytingum.
  • Skógar sem eru nýttir með sjálfbærum hætti gefa afurðir sem geta leyst jarðefnaeldsneyti af hólmi. Hið sama á við um margskonar hráefni, s.s. byggingavörur og hráefni til iðnframleiðslu, þar sem skógarafurðir hafa minna sótspor.
  • Skógar eru taldir geta bundið varanlega um 10% af fyrri losun sem áætlað er að muni eiga sér stað af mannavöldum á fyrri hluta þessarar aldar.
  • Meðalbinding íslenskra skóga er nú um 7,5 tonn af CO2 á hektara og binda skógar sem ræktaðir eru eftir 1990 nú 334.000 tonn CO2.  

Meðallosun á hvern Íslending nemur nú um 15 tonnum af CO2 á ári. Til þess að kolefnisjafna alla Íslendinga með skógrækt einni þyrfti því að rækta skóg á 2 hekturum á hvern landsmann, eða 340.000 x 2 = 680.000 hektara af ræktuðum skógi. Flatarmál ræktaðra skóga á Íslandi er nú um 40.000 hektarar.

 Fh. Stjórnar Skógræktarfélags Íslands

Brynjólfur Jónsson , framkvæmdastjóri

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira