Hoppa yfir valmynd

Frétt

29. september 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ársáætlanagerð stofnana og ráðuneyta einfölduð með nýju kerfi

Innleiðingarteymi kerfisins kom saman í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag og tók nýja áætlanakerfið í notkun. - mynd

40 stofnanir og ráðuneyti hefja í október notkun á nýju kerfi sem miðar að því að samræma og einfalda verklag við ársáætlanagerð. Á næsta ári munu flestar stofnanir vinna ársáætlanir sínar í nýja kerfinu.

Tilgangurinn með innleiðingu á áætlanakerfi er að ná betri yfirsýn og markmiðum um breytt verklag við áætlanagerð, sem leiðir af nýlegum lögum um opinber fjármál. Í þeim er að finna ákvæði sem ætlað er að stuðla að virkara eftirliti með stjórn og ráðstöfun opinbers fjár og leiða til aukins aga við framkvæmd fjárlaga með því að ábyrgð og skyldur eru skýrar og gagnsæjar. Að auki er markmið ríkisins að bæta áætlanagerð til lengri tíma og mun skilvirkara verklag einfalda vinnu og auka gæði við gerð áætlana.

Ávinningur af nýju kerfi er bætt eftirlit með rekstri og betri yfirsýn yfir fjárhagsáætlanir stofnana og að þær séu í samræmi við samþykktar fjárveitingar. Gerð fjárhagsáætlana í samræmdu kerfi leiðir til þess að fagráðuneyti viðkomandi stofnana hafa betri yfirsýn til að yfirfara og staðfesta áætlanir þeirra. Áætlanakerfi af þessum toga stuðlar þannig að auknu gagnsæi, samræmdum vinnubrögðum, aukinni skilvirkni og betri yfirsýn.

Innleiðingarferlið, sem nú er hafið, mun taka þrjú ár, og fá stofnanir og ráðuneyti fræðslu og leiðbeiningar um kerfið þegar þær hefja notkun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira