Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. október 2017 Matvælaráðuneytið

Greinargerð formanns nefndar um framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni

Með bréfi dags. 8. maí 2017 skipaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þverpólítíska sáttanefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi. Nefndin var skipuð með erindisbréfi og vísan í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar, með það að markmiði að skila tillögum til ráðherrans í formi lagafrumvarps, eigi síðar en 1. desember 2017. Var öllum þingflokkum boðið að tilnefna einn fulltrúa sem sitja myndi fyrir þeirra hönd í nefndinni.

Yfirlýst markmið nefndarinnar var að tillögur hennar gætu orðið grundvöllur að þverpólítískri og víðtækri sátt í samfélaginu um sjávarútveginn og þar með grunnur að auknum stöðugleika í starfsumhverfi hans og tengdra greina til framtíðar. Var nefndinni ætlað að skila til ráðherrans tillögum þess efnis eigi síður en 1. desember 2017. Nefndin hélt níu formlega fundi frá 19. maí til 6. september.

Vegna þingrofs og kosninga hefur starfi nefndarinnar verið slitið. Af þeim sökum hefur Þorsteinn  Pálsson, formaður nefndarinnar skilað meðfylgjandi greinargerð um stöðu mála í nefndinni til ráðherra.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira