Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. október 2017 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Tillögur til breytinga á starfsemi faggiltra skoðunarstofa skipa

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir nú til kynningar drög að breytingu á reglugerð um starfshætti faggiltra skoðunarstofa skipa og búnaðar, nr. 94/2004, með síðari breytingum. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til 10. nóvember næstkomandi.

Með breytingunum er lagt til að faggiltum skoðunarstofum verði falin aukin verkefni á sviði skipaskoðana.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra óskaði í upphafi árs eftir því að kannaðir yrðu möguleikar á því að fela faggiltum skoðunarstofum frekari verkefni við skoðun skipa í því augnamiði að ná fram skilvirkari stjórnsýslu, hagræðingu, betra og árangursríkara eftirliti og einfaldari þjónustu fyrir þá sem hennar þyrftu að leita. Endurskoðun þessara reglna hefur staðið yfir um alllangt skeið og voru niðurstöður starfshóps sem fjallaði um þessi mál frá 2007 hafðar til hliðsjónar ásamt því að horft var til alþjóðlegra skuldbindinga íslenska ríkisins og framkvæmdar í nágrannaríkjunum.

Tillögurnar eru eftirfarandi:

  • Lagt er til að faggiltum skoðunarstofum verði heimilað að sinna skoðun farþegaskipa smíðuðum úr öðru efni en stáli eða jafngildu efni, s.s. áli.
  • Lagt er til að faggiltum skoðunarstofum verði heimilað að sjá um eftirlit með nýsmíði og breytingum skipa innan þeirra marka sem reglugerðin kveður á um.
  • Lagt er til að faggiltum skoðunarstofum verði heimiluð þykktarmælinga skipa.

Minnt er á að unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til 10. nóvember næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira