Hoppa yfir valmynd

Frétt

10. janúar 2018 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Áform um lagasetningu vegna innleiðingar alþjóðasamþykktar um vinnuskilyrði farmanna

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið undirbýr nú innleiðingu á alþjóðasamþykkt um vinnuskilyrði farmanna og áformar í því skyni að leggja frumvarp fyrir Alþingi svo unnt verði að fullgilda samþykktina. Frestur til að koma að umsögnum og ábendingum er veittur til og með 25. janúar næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Áform þessi er nú kynnt með vísan til samþykktar ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og stjórnartillagna og reglna um starfshætti ríkisstjórnar.                                           

Á 94. þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (International Labour Organization) í Genf 6. til 23. febrúar 2006 var gengið frá alþjóðasamþykkt um vinnuskilyrði farmanna og var Ísland meðal þáttakenda á þinginu. Samþykktin felur í sér uppfærðar viðmiðanir alþjóðasamþykkta og alþjóðatilmæla um vinnuskilyrði farmanna auk grundvallarreglna sem er að finna í öðrum alþjóðavinnumálasamþykktum. Breytingar hafa verið gerðar í tvígang á samþykktinni árin 2014 og 2016 og stefnt er að því að innleiða þær samhliða.

Samþykktin sem tekur til farmanna, þ.e. starfsmanna á farþega- og flutningaskipum, skiptist í eftirfarandi fimm kafla:

I.         Lágmarkskröfur sem farmenn þurfa að uppfylla til að mega vinna um borð í skipum.

II.        Skilyrði fyrir ráðningu.

III.      Vistarverur og tómstundaaðstaða. Fæði og þjónusta áhafna.

IV.      Heilsuvernd, læknishjálp, velferð og tryggingarvernd.

V.        Skyldur um framkvæmd og framfylgd.

Frestur til þess að koma að umsögnum og ábendingum er veittur til og með 25. janúar næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Ráðuneytið bendir á að þegar frumvarpsdrög liggja fyrir verður einnig gefinn kostur á samráði í samræmi við 9. grein framangreindrar samþykktar ríkisstjórnarinnar um undirbúning stjórnarfrumvarpa o.fl.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira