Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. febrúar 2018 Innviðaráðuneytið

Hækkun tekjumarka og eignamarka vegna húsnæðisstuðnings

Velferðarráðuneytið hefur uppfært tekju- og eignaviðmið í leiðbeiningum til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings. Tekjumörk hækka um ríflega 7% milli ára og eru nýju tekjumörkin eftirfarandi:

Fjöldi heimilismanna Neðri tekjumörk á ári Efri tekjumörk á ári Neðri tekjumörk á mánuði Efri tekjumörk á mánuði
1 3.622.600 4.528.250 301.883 377.354
2 4.791.180 5.988.975 399.265 499.081
3 5.609.187 7.011.484 467.432 584.290
4 eða fleiri 6.076.620 7.595.775 506.385 632.981

Eignamörk hækka milli ára úr 5.126.000 kr. í 5.510.000 kr.

Ráðuneytið beinir því til sveitarfélaga að taka mið af framangreindri hækkun við endurskoðun eigin reglna um sérstakan húsnæðisstuðning.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira