Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. mars 2018 Dómsmálaráðuneytið

Skráning námsmanna á Norðurlöndum á kjörskrá

Þjóðskrá Íslands hefur tekið upp nýja framkvæmd við skráningu námsmanna á Norðurlöndunum á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Breytingarnar felast í því að svo  námsmennirnir verði teknir á kjörskrá skulu þeir tilkynna það rafrænt til Þjóðskrár Íslands að þeir séu námsmenn og skuli teknir á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. 

Tilkynninguna skal senda rafrænt á eyðublaði K-101 sem er að finna á vef Þjóðskrár Íslands og framvísa jafnframt staðfestingu á námsvist. Gert er ráð fyrir því að makar og skyldulið námsmanna tilkynni sig á sama hátt með tilvísun til viðkomandi námsmanns. Senda þarf inn nýja tilkynningu fyrir hverjar sveitarstjórnarkosningar.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Þjóðskrár Íslands www.skra.is

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira