Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. mars 2018 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðuneytið kynnir drög að frumvarpi til nýrra persónuverndarlaga

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Starfshópur, sem dómsmálaráðherra skipaði 21. nóvember 2017 undir stjórn Bjargar Thorarensen prófessors um gerð frumvarps til innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, hefur unnið drög að frumvarpi til nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. 

 Rétt er að geta þess að persónuverndarreglugerð ESB hefur ekki verið tekin upp í EES-samninginn með formlegum hætti. Enn er unnið að upptöku reglugerðarinnar í samninginn og er stefnt að því að ljúka því ferli eins hratt og mögulegt er svo að reglugerðin komi til framkvæmda fyrir Ísland og hin EFTA ríkin innan EES frá sama tíma og fyrir aðildarríki ESB eða þann 25. maí nk.

Heildardrög að frumvarpi til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eru birt á samráðsgáttinni til kynningar. Drögin eru ekki fullbúin þar sem skýringar við einstök ákvæði eru enn í vinnslu.   

Frestur til umsagna er til 19. mars nk. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum