Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. maí 2018 Forsætisráðuneytið, Forsætisráðuneytið

Ráðherranefnd í jafnréttismálum fundar með sendinefnd á vegum OECD

Ráðherranefnd í jafnréttismálum og sendinefnd OECD eftir fundinn - mynd
Ráðherranefnd í jafnréttismálum fundaði með sendinefnd á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í morgun. Marcos Bonturi, yfirmaður stjórnsýslu- og stefnumótunarsviðs OECD, Tatyana Teplova, yfirmaður samþættrar stefnumótunar, og Scherie Nicol, sérfræðingur í kynjaðri hagstjórn, skipuðu sendinefnd OECD. Þá sat Kristján Andri Stefánsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá OECD einnig fundinn.
Sendinefnd OECD kynnti áherslur sínar um samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og Kristján Andri Stefánsson gerði grein fyrir verkefninu „Friends for Gender Equality Plus“ á vegum OECD. Þá var árangur og stefna Íslands í jafnréttismálum rædd, svo og hvaða aðgerða stjórnvöld geta gripið til í því skyni að gera enn betur og tryggja að jafnréttismál séu ætíð í forgrunni þegar kemur að ákvarðanatöku þeirra. Að lokum voru möguleikar á samstarfi og samþættingu á sviði jafnréttismála á milli OECD og Íslands rædd.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira