Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. júlí 2018 Matvælaráðuneytið

Samkomulag um loðnukvóta

Samkomulag hefur tekist milli Íslands, Grænlands og Noregs um nýjan samning um hlutdeild í loðnukvóta á milli landanna en samningaviðræður hafa staðið yfir frá 2016. Nýr samningur var áritaður í síðustu viku en eldri loðnusamningur var frá árinu 2003.

Meginefni nýja samningsins er að hlutir þjóðanna verði með þeim hætti að Ísland fær 80% loðnukvótans, Grænland 15% og Noregur 5%. Engar breytingar eru á heimildum Grænlands og Noregs til veiða í íslenskir lögsögu utan að nú geta þrjú vinnsluskip í stað tveggja veitt heimild Grænlands. Heimildin sjálf er óbreytt að magni til. Samningurinn er ótímabundinn, en hægt að segja honum upp með eins vertíðar fyrirvara.

Góð samstaða hefur verið milli strandríkjanna um að fara að ráðgjöf og stunda ábyrgar veiðar. Núgildandi aflaregla hefur hlotið staðfestingu Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um að hún standist sjálfbærnimarkmið og varúðarsjónarmið. Nær engin loðna er lengur veidd í lögsögum annarra ríkja en Íslands og sumarveiðar hafa ekki verið stundaðar um árabil.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

14. Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira