Reglugerðin felur m.a. í sér breytingu er varðar orkuskipti í samgöngum. Með henni er lögð sú skylda á hönnuði við hönnun mannvirkja þegar um er að ræða íbúðarhúsnæði að gera ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hvert bílastæði. Við annað húsnæði skal í hönnunargögnum sýna hvar slík tenging er möguleg. Þannig er lögð áhersla á mikilvægi orkuskipta í samgöngum þó gerðar séu minni kröfur þegar um er að ræða aðrar byggingar en íbúðarhúsnæði. Þá er gert ráð fyrir því að Mannvirkjastofnun gefi út leiðbeiningar um framkvæmdina.