Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. nóvember 2018 Innviðaráðuneytið

Skýrsla um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu

Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað tillögum í skýrslu til ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Markmið hópsins var að leggja grunn að samkomulagi um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.

Líkt og gert var ráð fyrir í viljayfirlýsingu samgönguráðherra og sveitarfélaganna frá í lok september 2018 er markmiðið að tillögurnar leiði til breytinga á fyrirliggjandi tillögu að samgönguáætlun, sem er til meðferðar á Alþingi. Á árinu 2019 verði stefnt að að ljúka viðræðum ríkis og sveitarfélaga um frekari útfærslu samstarfs um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2033.

Skýrsla verkefnahóps um uppbyggingu samgangna a hofudborgarsvaedinu til 2033

Viljayfirlýsing um viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu

Gjaldtökuheimildir vegna uppbyggingar almenningssamgangna

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum