Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. janúar 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ný lög um Ferðamálastofu og pakkaferðir tóku gildi um áramótin

Tvenn lög á sviði ferðamála tóku gildi um áramótin, þ.e. lög um Ferðamálastofu og lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.

Í nýjum lögum um Ferðamálastofu er skerpt á hlutverki stofnunarinnar sem er að fylgjast með og stuðla að þróun ferðaþjónustunnar sem mikilvægrar og sjálfbærrar grunnstoðar í íslensku samfélagi. Verkefni Ferðamálastofu eru skilgreind í níu liðum þar sem sérstaklega er afmarkað hlutverk stofnunarinnar hvað varðar yfirsýn, túlkun og greiningu á þörf fyrir rannsóknir á sviðu ferðaþjónustu. Ný verkefni Ferðamálastofu tengjast enn fremur öryggisáætlunum og umsjón með starfi Ferðamálaráðs, en hlutverki þess er breytt verulega í lögunum.

Ný lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun fela í sér aukna neytendavernd sem öll fyrirtæki sem falla undir lögin þurfa að uppfylla. Með lögunum er innleidd tilskipun ESB 2015/2302 og felur hún í sér samræmdar reglur fyrir alla aðila innan EES og mun gagnkvæm viðurkenning tryggingakerfa auðvelda ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum að veita þjónustu yfir landamæri.

 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum