Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. febrúar 2019 Utanríkisráðuneytið

Brexit og fiskveiðar efst á baugi á fundi með Skotlandsmálaráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson og David Mundell á fundinum í morgun - myndUtanríkisráðuneytið

Fiskveiðar, Brexit, fríverslun og málefni norðurslóða voru á meðal umræðuefna á fundi Guðlaugar Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og David Mundell, Skotlandsmálaráðherra í bresku ríkisstjórninni, sem fram fór í utanríkisráðuneytinu í morgun. Einnig ræddu ráðherrarnir öryggismál á Norður-Atlantshafi og margvísleg tengsl Íslands og Skotlands, meðal annars á sviði menntunar. 

„Samskipti Íslands og Bretlands eiga sér langa sögu og hagsmunir ríkjanna fara saman í mörgu tilliti, ekki síður nú þegar Bretland gengur út úr Evrópusambandinu. Við deilum meðal annars sýn á mikilvægi fríverslunar og finnum að Bretar vilja gjarnan vinna náið með okkur í sjávarútvegsmálum þar sem við höfum mikilsverða sérþekkingu fram að færa. Atlantshafið tengir okkur einnig í öryggispólitísku tilliti og ljóst að Bretland verður áfram náin vinaþjóð og öflugur bandamaður,“ segir Guðlaugur Þór.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira