Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. febrúar 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Leiðrétting á forsíðufrétt Morgunblaðsins

Í fréttum undanfarna daga hefur verið fullyrt að í tengslum við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á m.a. ófrystu kjöti sé fyrirhugað að heimila dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Kemur þetta m.a. fram í yfirlýsingu stjórnar Bændasamtaka Íslands frá því í fyrradag og í fréttaskýringu á forsíðu Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er um skaðlegar afleiðingar meintra breytinga.

Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ítreka að ekki er fyrirhugað í tengslum við boðaðar breytingar að gera neinar breytingar á núgildandi regluverki um dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Mjólk sem dreift er til neytenda skal vera gerilsneydd og mjólkurvörur unnar úr gerilsneyddri mjólk, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 104/2010 með síðari breytingum. Framangreint leiðréttist hér með.


Fréttin var uppfærð 28. febrúar

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira