Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. mars 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Skoðunarhandbók um markaðseftirlit með lækningatækjum gefin út í fyrsta sinn

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Skoðunarhandbókin er ætluð sem leiðarvísir fyrir eftirlitsmenn sem sinna markaðseftirliti með lækningatækjum, en hún gefur einnig þeim sem eftirlitið tekur til kost á að glöggva sig á vinnulagi og viðmiðum sem gilda um eftirlitið. 

Í skoðunarhandbókinni er gerð grein fyrir lögum og reglugerðum sem gilda um lækningatæki, farið yfir eftir hvaða ferlum er unnið þegar markaðseftirliti er sinnt, og skýrt að markaðseftirliti með lækningatækjum er skipt upp í móttöku og úrvinnslu einstakra ábendinga annars vegar og, víðtækari markaðsskoðanir hins vegar.

Skoðunarhandbók um markaðseftirlit með lækningatækjum er nú gefin út í fyrsta skipti. Hún verður endurskoðuð eftir þörfum og eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti. Frá þessu er sagt á vef Lyfjastofnunar og þar er handbókin jafnframt aðgengileg.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira