Hoppa yfir valmynd

Frétt

12. mars 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Höfundagreiðslur verði skattlagðar sem eigna- eða fjármagnstekjur

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur hafa verið birt í samráðsgátt til umsagnar. Með frumvarpinu er lagt til að höfundagreiðslur sem viðurkennd samtök rétthafa innheimta og greiddar eru til höfunda og/eða annarra einstaklinga sem rétthafa verði skattlagðar sem eignatekjur/fjármagnstekjur.

Úrlausnarefni og markmið frumvarpsins má rekja til sáttmála stjórnarflokkanna um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar kemur m.a. fram sú stefnuyfirlýsing að hugað verði að breytingum á skattlagningu á tónlist, íslensku ritmáli og fjölmiðlum og er með frumvarpinu stigið skref til eflingar lista og menningar.

Umsagnarfrestur við frumvarpsdrögin er til 22. mars nk.

Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur í samráðsgátt stjórnvalda 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira