Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. mars 2019 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Skipað í samráðshóp um betri merkingar matvæla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt fulltrúum Bændasamtaka Íslands, Neytendasamtakanna, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka iðnaðarins undirrituðu samkomulagið. - mynd

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað í samráðshóp um betri merkingar matvæla. Í síðasta mánuði var undirritað samkomulag milli sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bændasamtaka Íslands, Neytendasamtakanna, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka iðnaðarins um að gera gangskör í því að bæta merkingar á matvælum og tryggja þannig betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif þeirra.

Hlutverk hópsins er að hafa með höndum skipulag og umsjón með átaksverkefni um merkingar og hvernig betur megi upplýsa neytendur og fyrirtæki um réttindi og skyldur á skýran og einfaldan hátt, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Verkefnið er tímabundið í eitt ár og að þeim tíma liðnum verður árangurinn metinn og ákvörðun tekin um framhaldið.

Samráðshóp um betri merkingar matvæla skipa:

  • Oddný Anna Björnsdóttir, formaður, skipuð af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • Árni Þór Sigurðsson, tilnefndur af Félagi atvinnurekenda
  • Benedikt S. Benediktsson, tilnefndur af Samtökum verslunar- og þjónustu
  • Brynhildur Pétursdóttir, tilnefnd af Neytendasamtökunum
  • Gunnar Atli Gunnarsson, skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • Ragnheiður Héðinsdóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins
  • Tjörvi Bjarnason, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

 Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna - Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira