Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. maí 2019 Forsætisráðuneytið

Skýrsla forsætisráðherra um málefni þjóðlendna 2019

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun leggja fyrir Alþingi skýrslu um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi og er skýrslan sú sjöunda í röðinni á jafnmörgum árum.

Skýrslan fjallar um verkefni ráðuneytisins sem tengjast þjóðlendum á árinu 2018, sem og störf óbyggðanefndar og samstarfsnefndar um málefni þjóðlendna á síðasta ári. Má þar sérstaklega nefna umsagnir um skipulagsáætlanir, leyfi til framkvæmda og vinna við grunnsamkomulag sem ráðuneytið kemur að í samráði við sveitarstjórnir og aðra hagsmunaaðila. Þá er að finna í skýrslunni upplýsingar frá sveitarfélögum um tekjur sem þau höfðu af nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna á árinu 2018 og hvernig staðið var að ráðstöfun þeirra tekna á árinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira