Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. júní 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Virkjum hugvitið í ferðaþjónustu – námskeið og vinnuaðstaða

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Ásta Kristín framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans - mynd

Í dag undirrituðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Íslenski ferðaklasinn samstarfssamning varðandi framkvæmd á verkefninu Virkjum hugvitið. Það er til komið vegna breyttra aðstæðna í ferðaþjónustu og gengur út á að virkja viðskiptahugmyndir á sviði nýsköpunar í ferðaþjónustu. Verkefnið er sérstaklega miðað að þeim dýrmæta mannauði í ferðaþjónustu sem hefur orðið fyrir atvinnumissi á síðustu vikum og mánuðum.

Verkefnið skiptist í tvo meginþætti, annars vegar tímabundna vinnuaðstöðu í Húsi ferðaklasans og hins vegar vinnustofur og fræðslu.  Innifalið í fræðsluhlutanum er stöðumat og greining á viðskiptahugmynd.

Verkefnið er framkvæmt af Íslenska ferðaklasanum í samstarfi við helstu hagaðila í ferðaþjónustu og nýsköpun. Dæmi um samstarfsaðila að verkefninu eru Icelandic Startups, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Ferðamálastofa. Þá er Ferðaklasinn í samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanesbæ um vinnustofu og vöruþróun meðal fyrirtækja á svæðinu.

Vinnustofurnar verða allt að sex á verkefnatímabilinu og er möguleiki á að halda þær um land allt eftir þörfum og áhuga.

Verkefnið stendur frá miðjum júní til októberloka.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur hjá Íslenska ferðaklasanum, fyrir 15. júní.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum