Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. júní 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna

Fjöldi fólks kom saman á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica í morgun en til hans boðuðu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. 

Umfangsmikil vinna við endurskoðun á allri þjónustu við börn hefur staðið yfir í vetur. Tilgangur fundarins var að gera þessa vinnu upp og ræða næstu skref. Vinnan hefur farið fram í samvinnu þvert á ráðuneyti og við þverpólitíska þingmannanefnd í málefnum barna sem er skipuð fulltrúum allra þingflokka. Auk þess hafa yfir hundrað einstaklingar verið virkir þátttakendur í hliðarhópum þingmannanefndarinnar. Er þar um að ræða sérfræðinga, fulltrúa stofnana, sveitarfélaga, hjálparsamtaka og notenda kerfisins en með þátttöku þeirra hefur skapast dýrmætur samráðs- og samstarfsvettvangur um málefni barna. Hliðarhóparnir hafa fjallað um forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir, samtal þjónustukerfa, skipulag og skilvirkni úrræða og börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu svo dæmi séu nefnd. Á fundinum voru samantektir hliðarhópanna ræddar og farið yfir helstu áskoranir og verkefni sem þarf að ráðast í þegar kemur að endurskoðun á þjónustu við börn.

„Við höfum skynjað mikla samstöðu í því að búa enn betur að börnunum okkar. Hún sést ekki hvað síst á þeirri miklu þátttöku sem verið hefur í hliðarhópunum og góðri mætingu á vinnufundinn í dag. Farið hefur fram mikilvægt samtal í þágu barna og mun afraksturinn nýtast stýrihópi Stjórnarráðsins í málefnum barna við að móta aðgerðaráætlun þvert á ráðuneyti um hvaða lögum þurfi að breyta og hvaða skref þurfi að stíga þegar kemur að kerfisbreytingum í þágu fjölskyldna og barna,“ sagði Ásmundur Einar á fundinum.

„Samvinna og traust munu skipta sköpum þegar kemur að því að bæta alla umgjörð í kringum málefni barna og ungs fólks á Íslandi. Heildstæð stefna í málefnum ungs fólks er mikilvæg og endurskoðun á æskulýðslögum er á dagskrá. Ég vænti mikils af þátttöku ungs fólks í þeirri vinnu. Við viljum framúrskarandi menntakerfi og því er brýnt að allir lykilaðilar starfi saman og setji velferð barna í forgang öllum stundum,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. 

„Þessi vinna markar mikil tímamót. Við erum að fella niður múra á milli ráðuneyta, sveitarfélaga og stofnana og ég trúi því að með því sköpum við jarðveg til samvinnu á milli kerfa sem lengi hefur verið kallað eftir. Ég vil enda á að gera orð Ásmundar Einars að mínum í anda dagsins: Þegar fólk fer að tala saman þá losnar bæði orka og fjármagn til hagsbóta fyrir börnin,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.


  •      - mynd
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 2
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 3
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 4
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 5
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 6
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 7
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 8
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 9
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 10
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 11
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 12
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 13
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 14
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 15
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 16
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 17
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 18
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 19
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 20
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 21
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 22
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 23
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 24
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 25
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 26
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 27
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 28
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 29
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 30
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 31
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 32
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 33
  • Fjölmenni á vinnufundi þingmannanefndar í málefnum barna - mynd úr myndasafni númer 34

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum