Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. júlí 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Samningur um heimagistingarvakt framlengdur

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, undirritar samning um framlengingu heimagistingarvaktar við Þuríði Árnadóttur og Sigurð Hafstað frá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.  - mynd

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur undirritað samning við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að framlengja átaksverkefni sem rekið hefur verið sl. ár undir yfirskriftinni „Heimagistingarvakt“. 

Með framlengingu samningsins og fjármögnun sem nemur 15 m.kr. er tryggt að heimagistingarvaktin verður rekin áfram út árið 2019. Frá og með árinu 2020 verður fjármögnun eftirlitsins tryggð til frambúðar.

Heimagistingarvaktin hefur stuðlað að auknu eftirliti með heimagistingu og þar með aukið yfirsýn stjórnvalda yfir raunverulegt umfang hennar. Að sama skapi hefur hún tryggt rétt skattskil einstaklinga og að lögaðilar sem stunda gististarfsemi afli sér rekstrarleyfis og fari þannig að gildandi lögum.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra:

„Hinn mikli árangur af heimagistingarvaktinni er ánægjulegur, bæði fyrir nærumhverfi fólks og fyrir þá sem stunda löglegan rekstur. Ég mat því mikilvægt að setja enn meira fjármagn í verkefnið til að gæta þess að það haldi styrk sínum áfram.“

Skráning heimagistingar fer fram með rafrænum hætti á www.heimagisting.is.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

11. Sjálfbærar borgir og samfélög

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum