Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. janúar 2020 Matvælaráðuneytið

Kristján Þór fundaði með nýjum framkvæmdastjóra ESB á sviði umhverfis, hafs og fiskveiða

Kristján Þór fundaði með nýjum framkvæmdastjóra ESB á sviði umhverfis, hafs og fiskveiða,Virginijus Sinkevičius - mynd

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði í dag með  Virginijus Sinkevičius en hann fer með málefni umhverfis, hafs og fiskveiða  í nýrri framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Á fundinum í Brussel ræddu þeir stöðuna í samningaviðræðum strandríkjanna í makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld auk annarra deilistofna í Norður Atlantshafi.

 

Enginn heildstæður samningur er í gildi um stjórn veiða úr stofnunum og veitt er langt umfram ráðgjöf vísindamanna. Á fundinum lagði Kristján Þór ríka áherslu á að koma á samkomulagi sem fylgir þeirri ráðgjöf. Einnig ræddu þeir tvíhliða samskipti Íslands og Evrópusambandsins á sviði sjávarútvegsmála. Í því samhengi lagði Kristján Þór áherslu á afnám tolla á sjávarafurðir frá Íslandi, það væri stórt hagsmunamál fyrir Ísland en um leið Evrópusambandið í ljósi aukinnar fiskneyslu innan sambandsins.

 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

„Ég lagði ríka áherslu á það náist sem fyrst samkomulag í samningaviðræðum strandríkjanna í deilistofnum. Óbreytt ofveiði úr þessum stofnum mun hafa ófyr­ir­séðar af­leiðing­ar og grafa und­an orðspori samn­ingsaðila sem ábyrgra fisk­veiðiþjóða. Á fundinum greindi ég frá því að ég hefði gefið samninganefnd Íslands þau fyrirmæli að við myndum beita okkur fyrir því að koma þessum viðræðum aftur af stað hið fyrsta. Það er allra hagur að þær viðræður skili árangri.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

14. Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum