Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. mars 2020 Matvælaráðuneytið

Vísindanefnd skipuð um áhættumat og burðarþolsmat

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað nefnd þriggja óvilhallra vísindamanna til að rýna aðferðafræði sem Hafrannsóknastofnun notar við mat á burðarþoli og við gerð áhættumats erfðablöndunar. Nefndin er skipuð í samræmi við bráðabirgðaákvæði VII. í lögum nr. 71/2008 um fiskeldi en þar segir:

 

„Ráðherra skal skipa nefnd þriggja óvilhallra vísindamanna á sviði fiskifræði, stofnerfðafræði og/eða vistfræði til að rýna aðferðafræði sem Hafrannsóknastofnun notar við mat á burðarþoli og við gerð áhættumats. Skal nefndin skila áliti sínu og tillögum fyrir 1. maí 2020 til ráðherra. Ráðherra skal í kjölfarið skila Alþingi skýrslu um niðurstöður nefndarinnar og viðbrögð við þeim.“

 

Í nefndina voru skipaðir:

  1. Gunnar Stefánsson prófessor í tölfræði við Háskóla Íslands sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Hann hefur unnið að tölfræði og líkanagerð á ýmsum sviðum, þ.m.t. vistfræðilíkönum, stofnmatsaðferðum, auk þróunar aðferðafræði og þróun líkana fyrir kennslurannsóknir. Rannsóknir Gunnars hafa á undanförnum árum gjarnan tengst stórum verkefnum Evrópusambandsins á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda.  Gunnar hefur í gegnum tíðina stjórnað ýmsum alþjóðlegum nefndum og sótt ráðstefnur á sviði fiskifræði, vistfræði, tölfræði og kennslurannsókna. Gunnar hefur auk þess kennt námskeið á sviði fiskifræði, tölfræði, stærðfræði og tölvunarfræði.
  2. Kevin Glover er forsvarsmaður stofnerfðafræðihóps norsku hafrannsóknastofnunarinnar og dósent við Háskólann í Bergen. Bakgrunnur hans er í stofnerfðafræði og vistfræði. Hann hefur fjallað umtalsvert um erfðafræði villtra og alinna laxastofna og samspil þar á milli. Hann hefur þróað DNA aðferðir til að rekja erfðafræðilega fisk úr sleppingum og leitt vöktunaráætlun Norðmanna á eldisfiski sem sleppur í ár og rannskað áhrif sleppinga á villta laxastofna. Hann á einnig stóran þátt í rannsóknum á afkomu villtra og alinna laxastofna, bæði í ám og í eldi. Hann hefur tekið þátt í mörgum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum pg þ.m.t. ESB verkefnum á sínu sviði.
  3. Bruce McAdam kennir vistfræðilega líkanagerð við fiskeldisstofnun Háskólans í Stirling í Skotlandi. Hann vinnur núna að EU H2020 verkefninu sem er verkefni innan ClimeFsh verkefnis ESB um áhrif loftslagsbreytinga á fiskveiðar og fiskeldi. Hann hefur einnig rýnt verkefni fyrir the Marine Climate Change Impacts Partnership (MCCIP).  Á árunum 2008 to 2012 vann Bruce við Háskóla Íslands þar sem hann m.a. rannsakaði stofngerð íslenska þorsksins, áhrif vindmylla á fuglalíf og eldi hrognkelsa til að hefta lús á eldisfiski.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum