Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. apríl 2020 Innviðaráðuneytið

Reglugerð um strandsvæðisskipulag tekur gildi

Á Dagverðarnesi - myndHugi Ólafsson

Reglugerð um gerð strandsvæðisskipulags hefur tekið gildi en hún byggir á löggjöf um skipulag haf- og strandsvæða sem samþykkt var á Alþingi árið 2018.

Í strandsvæðisskipulagi er fjallað um framtíðarnýtingu og vernd tiltekins strandsvæðis og þær framkvæmdir sem geta fallið að nýtingu svæðisins. Í reglugerðinni er m.a. fjallað um helstu viðfangsefni skipulagsins, sem er m.a. mannvirkjagerð, orkuvinnsla, ýmis konar eldi, efnistaka, verndarsvæði o.fl. Þá er fjallað um með hvaða hætti setja eigi skipulagið fram og um samráð og kynningu skipulagsins. Svæðisráð, sem í sitja fulltrúar ríkis og sveitarfélaga, bera ábyrgð á gerð skipulagsins og er í reglugerðinni fjallað nánar um starf þeirra.

Nú stendur yfir vinna við gerð fyrsta strandsvæðisskipulagsins við strendur Íslands og mun skipulagið í fyrstu ná til Austfjarða og Vestfjarða.

Reglugerð nr. 330/2020 um gerð strandsvæðisskipulags

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum