Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. apríl 2020 Matvælaráðuneytið

Kristján Þór undirritar reglugerð um strandveiðar 2020

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um strandveiðar árið 2020. Reglugerðin er efnislega samhljóða reglugerð um strandveiðar síðasta árs að öðru leyti en því að lagaheimild ráðherra til að banna strandveiðar á almennum frídögum er ekki nýtt í  þessari reglugerð. Því verður á þessari vertíð strandveiða ekki bannað að stunda veiðar á almennum frídögum.

Nokkrar orðalagsbreytingar eru gerðar frá reglugerð síðasta árs til að auka skýrleika, en reglugerðin byggir á ákvæðum 6. gr. a. í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er nú unnið að gerð lagafrumvarps til að bregðast við áhrifum COVID-19 á þá sem stunda strandveiðar og verður það kynnt nánar á næstu vikum.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

14. Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira