Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. apríl 2020 Matvælaráðuneytið

Ögmundur Knútsson skipaður Fiskistofustjóri

Dr. Ögmundur Knútsson - mynd

Kristján Þór Júlíusson , sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað dr. Ögmund Knútsson, ráðgjafa, Fiskistofustjóra til fimm ára. Ögmundur hefur störf 1.maí nk.

Ögmundur er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri, meistaragráðu í sömu grein frá Háskólanum í Edinborg ásamt því að hafa lokið doktorsprófi frá sama skóla og fjallaði doktorsverkefnið hans um stjórnun á samstarfi í íslenskum sjávarútvegi með áherslu á þróun sölusamtakanna.

Ögmundur starfaði hjá Háskólanum á Akureyri frá árinu 1994 til ársins 2019 m.a. sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og starfsþróunar á árunum 2001 til 2006, framkvæmdastjóri Rannsóknastofnunar háskólans 2006 til 2007 og deildarforseti á árunum 2015-2017. Þá sinnti hann kennslu og rannsóknum við skólann og hafa rannsóknir hans tengst sjávarútvegi hér á landi og erlendis. Á undanförnum mánuðum hefur Ögmundur starfað sjálfstætt sem ráðgjafi og hefur unnið að verkefnum tengdum sjávarútvegi meðal annars í Albaníu og Víetnam.

Nítján sóttu um emb­ættið og mat hæfn­is­nefnd fjóra umsækj­endur vel hæfa til þess að gegna því. Í kjöl­farið boð­aði ráð­herra þá í við­tal þar sem ítar­lega var farið ofan í ein­staka þætti starfs­ins og sýn umsækj­enda.

Í umsögn hæfnisnefndar segir meðal annars: Ögmundur hefur öðlast víðtæka háskólamenntun sem nýtist í starfi og menntun og starfsreynslu sem tengist sjávarútvegi og stjórnsýslu á vettvangi háskóla og verkefna sem tengjast þeim störfum. Að mati hæfnisnefndar uppfyllir Ögmundur allar menntunar- og hæfniskröfur vel og telst því vel hæfur til þess að gegna embætti Fiskistofustjóra.

Var það mat ráð­herra, að Ögmundur Knútsson væri hæf­astur umsækj­enda til að stýra Fiskistofu til næstu fimm ára.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi
14. Líf í vatni
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira