Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. apríl 2020 Matvælaráðuneytið

Bregðast við áhrifum COVID-19 á úthlutun og nýtingu byggðakvóta

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um breytingu á úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020 til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bárust ábendingar um bregðast þyrfti við þeim skilyrðum sem gilda vegna úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa þar sem markaðsaðstæður hafa breyst umtalsvert á síðustu vikum og dögum. Þetta snýr einkum að grásleppu þar sem markaðir hafa lokast og vinnslur eru ekki tilbúnar að taka við hráefni til vinnslu þrátt fyrir að vinnslusamningar séu í gildi milli aðila.

Með reglugerðinni er bætt við bráðabirgðaákvæðum sem gera sveitafélögum annars vegar kleift að sækja um tímabundna undanþágu frá ákveðnum skilyrðum reglugerðarinnar um að landa afla innan hlutaðeigandi byggðarlags ef vinnsla liggur niðri vegna COVID-19 að hluta eða öllu leyti. Hins vegar er í reglugerðinni ákvæði um að Fiskistofu sé heimilt að taka til greina umsóknir um byggðakvóta sem bárust eftir umsóknarfrest í sveitarfélögum þar sem byggðakvóta hefur ekki þegar verið úthlutað.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
12. Ábyrð neysla og framleiðsla
14. Líf í vatni
15. Líf á landi
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira