Hoppa yfir valmynd

Frétt

25. júní 2020 Matvælaráðuneytið

Norrænu ráðherrarnir vilja efla fæðuöryggi

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á fjarfundinum á miðvikudag - mynd

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og norrænir ráðherrar á sviði landbúnaðar, matvæla, fiskveiða, fiskeldis og skógræktar vilja efla og styrkja fæðuöryggi á Norðurlöndunum. Þetta er niðurstaða norræns ráðherrafundar sem fram fór í gær.

COVID-19 heimsfaraldurinn minnti á nauðsyn þess að huga að matvæla- og fóðuröryggi fyrir öll Norðurlöndin, en þau eru öll háð snurðulausum heimsviðskiptum bæði hvað snertir mat til manneldis og fóður til dýraeldis. Alls eru um 40 prósent þess matar sem neytt er á Norðurlöndum innflutt og dýraeldi er að nokkru leyti háð innflutningi á fóðri. Heimsfaraldurinn hafði einnig í för með sér breyttar neysluvenjur og breytingar á starfsemi stærri og minni fyrirtækja sem mörg hver fóru í talsverða frumkvöðla og nýsköpunarstarfsemi til að tryggja rekstrargrundvöll sinn.

Niðurstaða fundarins er sú að láta greina það hvar Norðurlöndin eru veikust fyrir á þessum sviðum og hvernig nýta megi norrænt samstarf til að efla fæðuöryggi og greina vannýtt tækifæri til þess að binda kolefni í landbúnaði og skórækt. Þetta er í takt við framtíðarsýn norræns samstarfs til 2030 en stefnt er að því að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta svæði heims.

Landbúnaðarháskóli Íslands vinnur nú að gerð skýrslu fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um fæðuöryggi á Íslandi.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
3. Heilsa og vellíðan
2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira