Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. nóvember 2020 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Frumvarp um einföldun regluverks í Samráðsgátt stjórnvalda

Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks er að finna í Samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið er annar liður í aðgerðaráætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um einföldun regluverks á málefnasviði ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Í frumvarpinu er m.a. horft til nýlegrar skýrslu OECD um samkeppnismat á byggingariðnaðar og ferðaþjónustu.

 

Meðal þess sem kemur fram í frumvarpinu:

  • Lagt er til að viðurkenningu bókara verði hætt
  • Lagt er til að tryggingadeild útflutningslána verði lögð niður
  • Lagt er til að felld verði brott leyfisveiting Neytendastofu vegna notkunar þjóðfánans í skráðu vörumerki
  • Lagt er til að skilyrði um eignarhald löggiltra fasteignasala á meiri hluta í félagi um fasteignasölu verði fellt brott í samræmi við tillögur OECD
  • Lagt er til brottfall efnisreglna í lögum um starfsemi þeirra sem selja notuð ökutæki
  • Lagt er til brottfall laga um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga.

 

Áhugasamir eru hvattir til að senda inn umsögn um frumvarpið. Hægt er að senda inn umsögn til 26.11.2020 hér

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira