Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. nóvember 2020 Matvælaráðuneytið

Skýrsla um útflutning á óunnum fiski

Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur skilað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu skýrslu um álitaefni sem varða útflutning óunnins fisks og áhrifa á íslenskt atvinnulíf og samfélag. Sjávarútvegsmiðstöðinni var falið að vinna hana eftir fyrirspurn frá atvinnuveganefnd Alþingis.

Skýrslan var unnin af Guðrúnu Arndísi Jónsdóttur, forstöðumanni Sjávarútvegsmiðstöðvar HA með aðkomu Hjalta Jóhannessonar, sérfræðings á Rannsóknamiðstöð HA og Rannveigar Björnsdóttur, sviðsforseta Viðskipta- og raunvísindasviðs HA í mars og apríl 2020. 

Skýrsluna má nálgast hér. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

14. Líf í vatni
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira