Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. janúar 2021 Matvælaráðuneytið

Umsækjendur um stöðu forstjóra Hafrannsóknarstofnunar

Alls bárust sex umsóknir um embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar sem auglýst var þann 19. desember 2020 en umsóknarfrestur rann út þann 19. janúar sl.

Umsækjendur eru:

1. Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri

2. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri

3. Marcin Zembroski, sérfræðingur

4. Sigurður Guðjónsson, forstjóri

5. Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri

6. Þorsteinn Sigurðsson, sérfræðingur

Birtir eru nýjustu starfstitlar umsækjenda samkvæmt umsóknargögnum.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipar í stöðuna frá og með 1. apríl 2021. Ráðherra mun skipa nefnd sem verður falið að meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð um þá.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
14. Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira