Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. febrúar 2021 Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kristján Þór kynnir skýrslu um fæðuöryggi Íslands

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, býður til opins fundar um skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands um fæðuöryggi á Íslandi fimmtudaginn 11. febrúar kl 10:15. 

 

Fundinum verður streymt hér, á Youtube og á Facebook síðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins

Í skýrslunni, sem unnin var að beiðni ráðherra, er ítarleg umfjöllun um innlenda matvælaframleiðslu og lagt mat á áhrif þess ef upp kæmi skortur á aðföngum sem nauðsynleg eru fyrir framleiðsluna. Einnig er fjallað um þætti sem gætu stuðlað að auknu fæðuöryggi á Íslandi. 

Dagskrá: 

  • Ráðherra opnar fundinn
  • Jóhannes Sveinbjörnsson dósent kynnir niðurstöður skýrslunnar ásamt Þóroddi Sveinssyni deildarforseta við LBHÍ

  • Spurt og svarað með skýrsluhöfundum 

 

Hægt er að senda inn spurningar í gegnum Slido til skýrsluhöfunda með #faeduoryggi. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum