Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. september 2021

Auglýsing um framlagningu kjörskráa vegna kosninga til Alþingis

Alþingishúsið - myndHari

Kjörskrár vegna kosninga til Alþingis sem fram fara laugardaginn 25. september 2021 skulu lagðar fram eigi síðar en miðvikudaginn 15. september 2021.

Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórnar eða á öðrum hentugum stað sem sveitarstjórn auglýsir sérstaklega. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags.

Athygli er vakin á því að kjósendur geta nú kannað á vefnum kosning.is hvar þeir eru á kjörskrá.

Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn.

 

Dómsmálaráðuneytinu, 10. september 2021.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira