Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. september 2021 Utanríkisráðuneytið

Lengri opnunartími í sendiráðinu vegna kosninga utan kjörfundar 15. og 16. september

Kosning utan kjörfundar - mynd
Lengri opnunartími vegna KOSNINGA UTAN KJÖRFUNDAR Í SENDIRÁÐINU miðvikudaginn 15. september og fimmtudaginn 16. september.

Hægt er að kjósa utan kjörfundar í sendiráðinu í Berlín milli kl. 9:00-11:30 og 13:00-15:30 alla virka daga fram að kosningum. Miðvikudaginn 15. september og fimmtudaginn 16. september verður opið í sendiráðinu til 19:00. Er fólk beðið um að skrá komu sína í síma +49 30 5050 4000 (opinn 13-16) eða á tölvupóstfangið [email protected]

Allir sem hyggjast kjósa þurfa að hafa meðferðis persónuskilríki og grímu. Gengið er inn um aðalinngang Felleshus, sameiginlegs húsnæðis norrænu sendiráðanna, og þurfa kjósendur að tilkynna sig í afgreiðslunni þar.

Einnig er hægt að kjósa hjá kjörræðismönnum Íslands í Þýskalandi og er þá best að setja sig í beint samband við þá. Upplýsingar um þá eru að finna hér.

Athygli kjósenda er vakin á því að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi. Vegna heimsfaraldursins er brýnt að gera slíkar ráðstafanir tímanlega og ráðlagt að póstsenda atkvæðið ekki seinna en viku fyrir kosningar.

Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar má finna á vefsetrinu: www.kosning.is.

Leiðbeiningamyndband um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira