Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. desember 2021 Matvælaráðuneytið

Stækkun veiðisvæðis loðnu með flotvörpu

Frá Flateyri - mynd Mynd: iStock

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð nr. 1161/2021, en við hana bætist bráðabirgðaákvæði og verður með því heimilt til og með 31. desember 2021 að stunda veiðar á loðnu með flotvörpu á svæði sem afmarkast af ákveðnum svæðum. Skipstjórum sem stunda veiðar á svæðunum ber að tilkynna það Fiskistofu eigi síðar en einum virkum degi fyrir upphaf veiða og að taka um borð eftirlitsmann samkvæmt nánari tilmælum frá Fiskistofu. Nánar fer um málið í reglugerðinni sem verður birt á vefnum reglugerd.is.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira