Hoppa yfir valmynd

Frétt

25. júlí 2022

Norðurlöndin flytja sameiginlega yfirlýsingu um jafnréttismál

Mynd: Johannes Jansson - mynd

Jafnréttismál voru til umræðu í fastaráði Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og skapaðist mikil umræða m.a. um það að staða kvenna er viðkvæmari en nokkru sinni vegna stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu og þess alvarlega flóttamanna- og mannúðarvanda sem af því hlýst. Yfir 90% flóttamanna frá Úkraínu eru konur og börn og tíðni mansals er í áður óþekktum hæðum. Norðurlöndin stóðu sameiginlega að yfirlýsingu á fundinum um málið.

Norðurlöndin vöktu meðal annars athygli á þeim áhrifum sem átök og ófriður hafa á konur stúlkur, að misrétti sé viðvarandi vandamál á ÖSE svæðinu og allt of margar konur og stúlkur gjalda mismununnar og eru fórnarlömb ofbeldis. Stríð Rússa í Úkraínu hefur haft skelfilegar afleiðingar á öryggi kvenna og stúlkna. Tvær rannsóknir á vegum ÖSE, sem gerðar voru eftir að herir Pútíns réðust inn í Úkraínu 24. febrúar, hafa leitt í ljós að ofbeldi gegn konum og nauðgunum hefur verið markvisst beitt í hernaðinum af hersveitum Rússlands.

Norðurlöndin fordæma harðlega þessar óásættanlegu aðferðir og aðgerðir. Kynbundið og kynrænt ofbeldi er skýrt brot á Genfarsáttmálanum og mætti túlka sem stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Þótt enn sé mikið verk óunnið er stórt skref í rétta átt að nú sé jafnréttisáætlun liður í allri starfsemi eininga stofnunarinnar. Þá leggja Norðurlöndin áherslu á að ÖSE verði að tryggja hag og stöðu kvenna í samræmi við áætlun sem kennd er við konur, frið og öryggi enda vandfundinn vettvangur betri til þess en svæðisbundin stofnun öryggis- og samvinnu.

Sé það sameiginleg skoðun Norðurlandanna að full þátttaka kvenna á öllum stigum ágreinings og átaka og í friðaruppbyggingu sé ekki bara jafnréttismál heldur lykill að árangri. Norðurlöndin hvöttu í yfirlýsingu sinni öll ríki til þess að standa vörð um réttindi stúlkna og kvenna, m.a. varðandi kyn- og frjósemisréttinda og yfirráð yfir eigin lífi og líkama. Að lokum hnykkja Norðurlöndin á því að sameiginlegar skuldbindingar okkar byggist á þeirri skoðun að mannréttindi og frelsi sé undirstaða að öryggi okkar allra.

Yfirlýsinguna um jafnréttismál í heild sinni

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 16 Friður og réttlæti
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira