Hoppa yfir valmynd

Efnahagsmál

Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með mál er varða hagstjórn landsins. Í því felst ábyrgð á stefnumótun í efnahagsmálum og er meginmarkmið þess að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og góðum lífskjörum.

Ráðuneytið hefur umsjón með undirbúningi og eftirfylgni með efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar,  samhæfingu opinberrar hagstjórnar og kynningu á efnahagsmálum innanlands og utan. Í því skyni annast ráðuneytið mat á þróun og horfum í efnahagsmálum Ráðuneytið annast gerð hagfræðilegra athugana, vöktun hagstærða, samskipti við erlend matsfyrirtæki og ýmsar alþjóðlegar stofnanir á sviði efnahagsmála.

Undir verksvið ráðuneytisins falla jafnframt að hluta til mál er lúta að fjármálastöðugleika, gjaldeyrismál og peningamál, sem opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. 

Ráðuneytið fer með málefni Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð. Það byggir mat sitt og greiningar á efnahagslegri stöðu og horfum fyrst og fremst á hagtölum og þjóðhagsspá Hagstofu Íslands en einnig er litið til greiningar annara aðila, einkum Seðlabanka Íslands þegar það á við.

Auk gagna sem ráðuneytið vistar sjálft og safnar leitar það í gagnagrunna sem vistaðir eru hjá ýmsum sérhæfðum aðilum m.a. Hagstofu Íslands og Seðlabanka Íslands auk alþjóðastofnana m.a. Alþjóðabankans (World Bank), Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), Efnahags- og framfarastofnuninnar (OECD) og Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat). Ísland er þátttakandi í starfi ofangreindra stofnana og fer ráðuneytið með þátttöku í þeim.

Tímaritið Nordic Economic Policy Review

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur aðkomu að norrænu samstarfi um útgáfu tímaritsins Nordic Economic Policy Review. Tímaritið er gefið út af norrænu ráðherranefndinni og Nordregio en útgáfunni er stýrt af fulltrúum frá fjármálaráðuneytum Norðurlandanna.

Markmiðið með útgáfu Nordic Economic Policy Review er að koma á framfæri nýjustu rannsóknum á sviði hagfræði og stuðla að þekkingarmiðlun milli Norðurlandanna um mikilvægustu viðfangsefni á sviði stefnumótunar í efnahagsmálum hverju sinni.

Upplýsingar um Nordic Economic Policy Review á vef Nordregio

Listi yfir útgefin tölublöð Nordic Economic Policy Review

Síðast uppfært: 8.10.2021
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum